top of page

Áshildarmýri 1. nóvember 2025

Vatn & rafmagn

Kalt vatn í Hvítárbyggð

Vatnsveita Áshildarmýrar ehf hefur gert samkomulag við Hvítárbyggð um að sjá um vatnsþörf Þeirra sem kaupa lóðir í Hvítárbyggð. Borhola veitunnar er í nágrenni byggðarinnar eða um 300 metrum frá efstu lóðum. Borholan er afkastamikil og þjónar í dag byggðinni í Áshildarmýri en þar eru 70 lóðir. 

Um þessar mundir er verið að vinna í samþykktu starfsleyfi fyrir veituna. Tekin voru sýni á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og MATVÍS í haust og komu sýnin vel út. Vatnsvermdasvæðið er norðan við dæluhúsið í Flóahreppi.  Heimtaug fyrir einbýlishús með 25 mm. röri kostar í dag 370.000 krónur og miðast við allt að 40 metrum inn að húsvegg. 

Símanúmer hitaveitunnar

Hlynur

sími 824-3040

Sigga

sími 824-3030

HEITT vatn í Hvítárbyggð

Hitaveita Áshildarmýrar ehf hefur gert samkomulag við Hvítárbyggð um að sjá um sölu á heitu vatni til þeirra sem kaupa lóðir í Hvítárbyggð. Ein borhola er staðsett í Áshildarmýri og þjónar hún notendum allt niður á Hnausbæina sunnan Bitru þar sem nýtt hótel er að rísa. Notendur eru nú yfir 60. 

78 gráðu heitt vatn kemur upp úr borholunni sem nær niður á 715 metra. Dælustöðin er mjög fullkominn og á veitan varaborholudælu, varaframrásadælu og nú nýverið var fest kaup á vararafstöð sem fer í gang ef rafmagn fer af svæðinu. Við leggjum pexrör  25/75 6 bara leiðslu fyrir heimtaugar á einbýlishús og gestahús. 

Heimtaug kostar í dag  1.917.886.- og er innifalið í því er allt að 40 metrar gröftur frá götu og inn að húsvegg, sandur er settur undir og yfir rörin til að hlífa þeim fyrir skemmdum frá hrauninu.  

Allt að 3ja til 6 mánaða bið getur verið í afgreiðslu heimtaugar.

Símanúmer hitaveitunnar

Hlynur

sími 824-3040

Sigga

sími 824-3030

Rafmagn

Byggð verður tengd dreifikerfi RARIK. Rafmagn er lagt í jarðstrengjum með vegum. Tengigjöld á rafmagni er samkvæmt gjaldskrá RARIK.

Rotþrær (frárennsli)

Allt frárennsli frá húsum verður leitt í rotþrær í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda. Rotþrær verða staðsettar í samræmi við byggingarfulltrúa sveitarfélags.

image-gen-(2).png

Ertu með
fyrirspurn?

Staðsetning

Símanúmer

662 6662

Sendu okkur línu

Hvítárbyggð vill benda á að öll verð á vefsíðum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillu og myndvillur. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara. Nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma 663-6663.

bottom of page